background
Fróðleiksmolar - Umhverfisvottanir

Á heimasíðu Staðlaráðs Íslands kemur fram að ÍST EN ISO 14001 ,,sé staðall sem lýsir kröfum sem sérhvert umhverfisstjórnunarkerfi þarf að uppfylla til þess að það geti hlotið vottun af óháðum aðila.“   Sjá nánar á heimasíðu Staðlaráðs Íslands.

Gámaþjónustan hf. hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi hjá fyrirtækinu samkvæmt staðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hlaut vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu í mars árið 2013. Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð.