Losunardagatal og móttökustöðvar

Skiljum ekkert eftir

Terra hefur metnað fyrir því að skilja ekkert eftir og við viljum hvetja og auðvelda Íslendingum að takast á við þá áskorun. Að skilja ekkert eftir er okkar þýðing á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum okkar í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs.

Á þeirri vegferð okkar höfum við tekið ótal skref í átt til aukinnar sjálfbærni, endurnýtingar og endurvinnslu. Árið 2013 fékk Terra vottun samkvæmt umhverfis staðlinum ISO 14001 frá fyrirtækinu BSI og á hverju ári fer fram úttekt þar sem farið er yfir frammistöðu kerfisins og línur lagðar um frekari umbætur. Á hverju ári þróast því kerfið og heldur áfram að bæta frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtækið er einnig með vottun á að gæðakerfið uppfylli kröfur ISO 9001 staðalsins, auk þess sem jafnlaunavottun er lokið.

Markvisst hefur verið unnið að minnkun úrgangs og umhverfisstefna fyrirtækisins miðast að því að lágmarka umhverfisáhrif frá rekstri Terra sem og viðskiptavina fyrirtækisins. Stytting akstursleiða, sparneytnari söfnunarbílar og áhersla á að lágmarka notkun auðlinda . Áhrif Terra á umhverfi sitt eru því ekki bara vegna eigin starfsemi heldur hafa aðgerðir þess áhrif á niðurstöður fjölda viðskiptavina

 

Terra tekur virkan þátt í atvinnulífinu sem aðildarfélag hina ýmsu samtaka