background

 

senda spurningu

Heimili

Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og gæta þarf að því að ekki séu matarafgangar í umbúðum t.d. þarf að skola fernur og láta vatnið leka úr að mestu. Ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar. Margir setja jógúrt- eða skyrdósina í uppþvottavélina.
Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er t.d að rífa plastflipa af drykkjarfernum og taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum og fleiri umbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát.

Losunarplön má finna á heimasíðu okkar undir flýtileiðum. Hægt er að sjá losunarplön með því að smella hér.

Leigutaki ber ábyrgð á hlutum sem fokið geta innan sinna lóðarmarka.

Miðað er við 20 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Aðalatriðið er að gott aðgengi sé. Ekki þurfi að fara með tunnur upp og niður tröppur sé hjá því komist. Tunnur séu staðsettar götumegin húss. Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annarsstaðar en viðmið segir til um þarf íbúi að koma tunnunni á slíkan stað á losunardegi.

Sveitarfélög setur reglur um meðhöndlun úrgangs og gera sorpsamþykkt sem íbúum er skylt að fylgja. Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt eru af Alþingi og skuldbindandi fyrir íslendinga alla í samfélagi þjóðanna. Sveitarfélagið ákveður þjónustustigið og þær aðferðir sem notaðar eru.

Já, það má setja fernur í Endurvinnslutunnuna. Eina sem þú þarft að gera áður er að skola þær.

Tóm sodastreamhylki má setja í Endurvinnslutunnuna.

Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum.

Geisladiskar eru því miður ekki endurvinnanlegir og fara því óflokkaðir í ruslið.

Gluggaumslög mega fara í Endurvinnslutunnuna með öðrum pappír og óþarfi er að taka plastið af.
Bókaplast er því miður óendurvinnanlegt og fer í almennt sorp.

Í Endurvinnslutunnuna getur þú sett sjö flokka af umbúðum: Öll dagblöð/tímarit, pappír (bæklingar, umslög og ruslpóstur), sléttur pappi/bylgjupappi (s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar), málmar (s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum), fernur (skolaðar og samanbrotnar) og plastumbúðir (s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar, áleggsbréf, kaffiumbúðir og snakkpokar) má setja laust í tunnuna. Rafhlöður skal setja í sérmerkta bláa poka sem Gámaþjónustan leggur til. Með því að flokka endurnýtanlegan úrgang leggur þú umhverfinu lið, minnkar urðun og eykur endurvinnslu til hagsbóta fyrir alla. Þar að auki kolefnisjafnar þú helminginn af notkun heimilisbílsins.

Snakkpokarnir fara í Endurvinnslutunnuna.

Já, lokin flokkast sem málmur. Glerkrukkuna má ekki setja í Endurvinnslutunnuna. Gleri má t.d. skila á Gámavöll Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Sjá kort með því að smella hér.

Hægt er að panta Endurvinnslutunnu og Garðatunnu á heimasíðu okkar.

Panta Endurvinnslutunnu.

Panta Garðatunnu.

Því má t.d. skila á Gámavöll Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Sjá kort með því að smella hér.

Já pokinn má fara í Endurvinnslutunnuna.
Já það þarf að skola þá. Allt endurvinnsluefni þarf að vera hreint þegar það er sett í Endurvinnslutunnuna.

Já, setja má kaffipakka í Endurvinnslutunnuna. 

Þessi úrgangsflokkur hefur nokkra sérstöðu þar sem hann inniheldur eiturefni. Dæmi um spilliefni sem algeng eru á heimilum manna eru: olía, leysiefni, s.s. þynnir og terpentína, lakk- og málningarafgangar, skordýraeitur, sýrur og basar (lútar), kvikasilfur, úðabrúsar, bílarafgeymar, rafhlöður, flúrperur og sparperur. Þessum efnum má t.d. skila á Gámavöll Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Sjá kort með því að smella hér.

Já, Rauði Krossinn endurnýtir illa farinn fatnað. Fatnaði má skila í Rauða Kross gám sem er staðsettur á Gámavöllum Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Sjá kort með því að smella hér. Öll föt, klæði, teppi, rúmföt og annað úr efni má fara í gáminn þeirra. Þegar gámurinn er orðinn fullur er hann sendur í flokkunarstöð Rauða Krossins þar sem heil föt eru flokkuð frá þeim ónýtu. Ónýtu fötin, klæðin og efni eru tætt niður og búið til úr þeim nýir og endurunnir efnisstrangar til að sauma úr.

Flokkunarílát fást hjá okkur. Hafðu samband við sölumann okkar í gegnum netfangið [email protected] og einnig í síma 535-2510. Úrvalið má sjá á heimasíðu okkar með því að smella hér.

Þeim má skila t.d. á Gámavöll Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Sjá kort með því að smella hér.

Við getum sent moltu til þín gegn vægu gjaldi. Hægt er að panta slíka þjónustu á heimasíðu okkar með því að smella hér.

 

Við getum sótt það endurgjaldslaust til þín.  Sjá nánar hér

Þá er Risapokinn lausn fyrir þig. Sjá nánar hér

Já allur jólapappír má fara í Endurvinnslutunnuna.