background
Fróðleiksmolar - Grænt bókhald

Með lagabreytingu sem gerð var á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, var bætt inn í lögin kafla um grænt bókhald. Í lögunum segir m.a.: ,,Í grænu bókhaldi skulu koma fram upplýsinga um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi þ.m.t. tölulegar upplýsingar um meginnotkun hráefnis, orku og vatns til starfseminnar, sem og helstu tegundir og magn mengandi efna sem losuð eru í loft, láð eða lög, koma fram í framleiðsluvöru eða falla til sem úrgangur.“