background
Fróðleiksmolar - Í samstarfi við umhverfið

Í gegnum tíðina hefur úrgangur á Íslandi verið urðaður með tilheyrandi sóun á landi sem ekki verður notað næstu áratugina.  Meðferð úrgangs hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Meir fer nú til endurvinnslu en áður, verið er að koma hagrænum hvötum fyrir í ferlinu, s.s. með nýjum lögum um úrvinnslugjald og minna er urðað. Þessar breytingar miða allar að því að fara betur með umhverfið og draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum urðunar og þeirrar mengunar sem af henni getur hlotist.

 

Nauðsynlegt er að flokka og endurvinna til að minnka það magn sem fer til urðunar. Ef við viljum auka lífsgæði okkar sem samfélagsþegnar og komandi kynslóðar þá er mikilvægt er að allir í samfélaginu séu meðvitaðir um umhverfið sem þeir lifa í, vegna þess að það er ábyrgð allra þegna samfélagins.