background

Garðatunnan og Garðapokinn

Garðatunnan og Garðapokinn eru tvær af þjónustuleiðum Gámaþjónustunnar yfir sumartímann. 

Garðatunnan er 240 lítra tunna sem tekur við öllum almennum garðúrgangi s.s. laufblöðum, afklippum, grasi, plöntum og mold. Þessi þjónusta kostar eingöngu 3.300 kr. á mánuði og er tunnan losuð á tveggja vikna fresti. Til að panta garðatunnuna veljið þá hér. 
Garðapokarnir eru seldir 5 stk. saman, þú fyllir á þá og hefur samband við okkur við mætum og losum þig við þá. Garðapokinn er hugsaður fyrir léttari garðaúrgang ekki fyrir grjót, möl eða sand.
5 stk. af Garðapokanum kosta 5.409 kr. og er heimsending og hirðing innifalin í verðinu. Til að panta garðapokann veljið þá hér. 
Frekari upplýsingar um þjónustu okkar eru veittar í gegnum netfangið sala[hjá]gamar.is eða í síma 535-2510.

GT GP