background

LYKLASKIPTI Í FUNA

Formleg lyklaskipti fóru fram í gærmorgun þegar starfsmenn Kubbs ehf. afhentu starfsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða völdin yfir sorpmóttökustöðinni Funa á Ísafirði. Eins og fram hefur komið þá hefur á grundvelli útboðs verið samið við Gámaþjónustu Vestfjarða um sorphirðu og –förgun í Ísafjarðarbæ næstu árin. Í tilkynningu kemur fram að Ísafjarðarbær væntir farsæls samstarfs við Gámaþjónustuna og einnig er Kubbi er þakkað fyrir þjónustuna í gegnum árin. Frétt og mynd af BB.is 4.1.2018 

Nánar...

Opnunartími Gámavalla um jól og áramót

Hér má sjá opnunartíma um jól og áramót.

Nánar...

Gefum jólaljósunum lengra líf - Endurvinnum álið í sprittkertum

Endurvinnsluátakið „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ stendur yfir frá þriðjudeginum 5. desember til 31. janúar.
Hægt verður að skila sprittkertum á um 90 endurvinnslu- og móttökustöðvar um allt land auk þess sem fólk mun geta sett kertin í grænu tunnurnar sem eru í boði hjá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu.
Tilgangurinn með átakinu er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertunum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem fellur til á heimilum og hjá fyrirtækjum. 

Nánar...