background

Björguðu lífi fimm flækingskettlinga

Starfsmenn Gámaþjónustu Norðurlands björguðu lífi fimm kettlinga sem flækingslæða gaut á athafnasvæði fyrirtækisins. Kettirnir eru nú í góðu yfirlæti hjá kattavini á Akureyri.

Nánar...

Gleðilegt nýtt ár og þökkum samfylgdina á síðustu árum.

Við óskum ykkur farsældar á nýju ári og þökkum fyrir samfylgdina á síðustu árum.

Nánar...

Smáforrit Náttúrunnar - Endurvinnslukortið

Náttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki. Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern endurvinnsluflokk og stuðla þannig að betri flokkun ásamt betri og markvissari endurvinnslu.

Nánar...

Ný salerni á kerru fyrir íslenskar aðstæður

Nú hefur Gámaþjónustan látið smíða tvö salerni á kerru sem ætluð eru fyrir íslenskar aðstæður. Salernin eru sérlega snyrtileg að innan með handlaug, ofni og ljósi sem tengja má við 220 volt. Kerran er það létt að fólksbíll getur auðveldlega dregið hana enda fer þyngd hennar ekki yfir 700 kg. jafnvel þó tankurinn sé fullur. Nánari upplýsingar hjá söludeild í síma 535-2510 eða á netfangið (soludeild[hjá]gamar.is). 

Nánar...