background

Árborg gert að greiða 24 milljónir vegna mistaka

Sveitarfélaginu Árborg var í Héraðsdómi Suðurlands í gær gert að greiða Gámaþjónustunni tæplega 19 milljónir króna vegna mistaka þess við útboð á sorphirðu árið 2011. Árborg var jafnframt dæmt til að greiða Gámaþjónustunni 5,5 milljónir króna í málskostnað.

Nánar...

Lausnir varðandi flokkun, endurvinnslu og jarðgerð.

Í nýlegri aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á meiri flokkun á úrgangi sem fellur til hjá fyrirtækjum í Reykjavík. Við upphaf á slíku ferli geta komið upp ýmis vandamál hjá fyrirtækjum og þess vegna er mikilvægt að leita strax réttra lausna hjá fagaðila. Við bjóðum uppá ýmsar lausnir varðandi flokkun, endurvinnslu og jarðgerð sem auðvelt er að laga að stærð og þörfum fyrirtækja. Ráðgjafar okkar gera flokkunarferlið einfaldara!  Hafið samband í síma 5352510 eða á netfangið gamar[hjá]gamar.is

Nánar...

Ný Scania afhent

Klettur afhenti Gámaþjónustunni nýja Scaniu í dag, föstudaginn 10. febrúar. Um er að ræða tvískiptan afturhlaðning sem verður notaður á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að losa 660 lítra kör í minna hólfið. Bíllinn fer í notkun næstkomandi mánudag.

Nánar...

Sorpa braut gegn samkeppnislögum

Hæstiréttur felldi dóm sinn í gær í máli þar sem reyndi á sekt Sorpu bs. vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu við verðlagningu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. Áður hafði Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Sorpa hefði með ólögmætum hætti mismunað viðskiptavinum sínum með því að veita eigendum sínum, þ.e. sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, og Sorpstöð Suðurlands bs. betri kjör en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið lagði 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna brotsins. 

Nánar...