background

Samningur undirritaður um sorphirðu og rekstur móttökustöðvar Gámu

Um hádegisbilið í dag var undirritaður samningur við Gámaþjónustu Vesturlands um sorphirðu frá öllum heimilum á Akranesi sem og einnig um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu hér fyrir ofan bæinn. Samningurinn er til fimm ára, frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. Um næstu mánaðarmót mun liggja fyrir nýtt sorphirðudagatal verktaka fyrir árið 2017. Vakin er athygli á því að hirðing á flokkuðu sorpi verður fært í aukanna og verður hirt á 21 daga fresti í stað 28. 

Nánar...

Garðpokinn léttir þér garðvinnuna!

Þeir eru 150 lítrar, seldir fimm saman í pakka og er hirðing pokanna innifalin í verði. Boðið er upp á þessa þjónustu tímabilið apríl til og með október ár hvert. Sjá nánari upplýsingar hér.

Nánar...

Gámaþjónustan og dótturfélög seld

Í dag var formlega gengið frá kaupum GÞ Holding ehf. á Gámaþjónustunni hf. Samningur um kaupin á Gámaþjónustunni og dótturfélögum var undirritaður í apríl en þá höfðu viðræður um breytingar á eignarhaldi  staðið yfir frá því um vorið 2016.  Ráðgjöf fyrir seljendur önnuðust AREV verðbréfafyrirtæki og LEX lögmannsstofa en áreiðanleikakönnun var unnin af ráðgjafasviði KPMG og BBA Legal að beiðni kaupenda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Nýir eigendur hafa þegar tekið við stjórn félagsins en Gámaþjónustan og dótturfélög eru seld í fullum rekstri og með þeim mannauði sem þar er. 

Nánar...

Gámaþjónusta Norðurlands á Akureyri

Stefnir að því að minnka umfang úrgangs með aukinni endurvinnslu. „Það er mikil gerjun í gangi hér á svæðinu þegar kemur að því að finna leiðir til að nýta sem mest og fá þar af leiðandi sem minnst inn til okkar af úrgangi til förgunar,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands. 

Nánar...