background

Ný Bónusbúð á grænum grunni

Bónus opnar verslun sína á Smáratorgi að nýju á morgun, laugardag. Búðin hefur verið stækkuð um tæplega 700 fermetra og er nú orðin stærsta Bónusverslun landsins á alls um 2.500 fermetrum. Afgreiðslutími í nýju versluninni er lengri en í öðrum Bónusbúðum og er opið frá kl. 10 að morgni til kl. 19:00 frá mánudegi til fimmtudags, en til kl. 19:30 á föstudegi og laugardegi. Sunnudagsopnun er frá kl. 11:00 til 18:00.

Í þessari nýju verslun er umhverfisþáttum gert hátt undir höfði. Allir kælar og frystar nota svokallað Green&Cool kerfi sem er fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa. Eina kæliefni kerfanna er íslenskur koltvísýringur í stað freons sem áður var notað. Þá er vélbúnaður kerfanna afar sparneytinn og kælum og frystum er lokað með gegnsæjum lokum. Þannig er umtalsverð orka spöruð auk þess sem hitastig verður jafnara og meðferð vörunnar um leið betri.

Nánar...

Söludeild flutt í Berghellu 1

Til upplýsinga:
Söludeild Gámaþjónustunnar hefur nú flutt sig um set frá Hringhellu 6 og yfir í Berghellu 1.

Þar tökum við vel á móti viðskiptavinum okkar.

Nánar...

Tvískiptur sorphirðubíll – umhverfisvænni leið

Gámaþjónusta Vesturlands ehf. tók við sorphirðu á Akranesi og sorpmóttökustöð Gámu á Höfðaseli þann 1.september síðastliðinn. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Gámaþjónustu Vesturlands ehf. hefur gengið mjög vel að sinna þjónustunni. „Við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran hóp af starfsfólki og okkur hefur verið tekið mjög vel af íbúum Akraness. Fólk er ánægt með bætta þjónustu en við hirðum endurvinnanlegt efni á tveggja vikna fresti í stað mánaðarlega eins og áður var. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort verið sé að blanda endurvinnslu og almennum úrgangi saman í bílinn hjá okkur en það er misskilningur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta. Þjónustunni er sinnt á tvískiptum bíl sem þýðir að viðkomu á hvern stað fækkar þar sem báðar tunnurnar eru teknar í einu, í sitthvort hólfið en það þýðir að sjálfsögðu umhverfisvænan ávinning í minnkun á útblæstri og hagkvæmni í söfnun." 

Nánar...

Gáma, Akranesi móttökustöð

Gámaþjónusta Vesturlands tók formlega við rekstri á móttökustöðinni Gámu í dag 1. september.

Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt klippikort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu.

Nánar...