background

Gefum jólaljósunum lengra líf - Endurvinnum álið í sprittkertum

Endurvinnsluátakið „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ stendur yfir frá þriðjudeginum 5. desember til 31. janúar.
Hægt verður að skila sprittkertum á um 90 endurvinnslu- og móttökustöðvar um allt land auk þess sem fólk mun geta sett kertin í grænu tunnurnar sem eru í boði hjá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu.
Tilgangurinn með átakinu er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertunum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem fellur til á heimilum og hjá fyrirtækjum. 

Nánar...

GÁMAÞJÓNUSTAN BAUÐ LÆGST Í SORPHIRÐU

Tvö fyrirtæki buðu í sorphirðu og -förgun í Ísafjarðarbæ á árunum 2018-2021. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. og Kubbur ehf. skiluðu inn tveimur tilboðum hvort. Annars vegar hefðbundnu tilboði og hinsvegar frávikstilboði þar sem ekki er gert ráð fyrir söfnun lífræns úrgangs og moltugerð.

Nánar...

Endurvinnslutunnan auðveldar þér flokkun!

Með því að flokka endurnýtanlegan úrgang leggur þú umhverfinu lið, minnkar urðun og eykur endurvinnslu til hagsbóta fyrir alla.

Bætt umhverfi - betri framtíð. 

Nánar...

Ný Bónusbúð á grænum grunni

Bónus opnar verslun sína á Smáratorgi að nýju á morgun, laugardag. Búðin hefur verið stækkuð um tæplega 700 fermetra og er nú orðin stærsta Bónusverslun landsins á alls um 2.500 fermetrum. Afgreiðslutími í nýju versluninni er lengri en í öðrum Bónusbúðum og er opið frá kl. 10 að morgni til kl. 19:00 frá mánudegi til fimmtudags, en til kl. 19:30 á föstudegi og laugardegi. Sunnudagsopnun er frá kl. 11:00 til 18:00.

Í þessari nýju verslun er umhverfisþáttum gert hátt undir höfði. Allir kælar og frystar nota svokallað Green&Cool kerfi sem er fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa. Eina kæliefni kerfanna er íslenskur koltvísýringur í stað freons sem áður var notað. Þá er vélbúnaður kerfanna afar sparneytinn og kælum og frystum er lokað með gegnsæjum lokum. Þannig er umtalsverð orka spöruð auk þess sem hitastig verður jafnara og meðferð vörunnar um leið betri.

Nánar...