background

Söltun og söndun

Frost, rok, slydda og snjókoma eru allt orð sem koma fyrir í veðurspám næstu daga, ekki huggulegt finnst okkur. Við hjá Gámaþjónustunni teljum okkur fær í flestan sjó en því miður þá kunnum við ekki ennþá að stjórna veðrinu, við getum samt lagt okkar af mörkum í því að gera þessa dimmu, rokgjörnu og sleipu daga töluvert betri með því að hjálpa ykkur að hanga á fótum yfir þessa leiðinda veðratíð. Við eigum á lager bæði saltkistur og saltdreifara, einnig tökum við að okkur bæði söltun og söndun á bílastæðum gegn vægu gjaldi. Allar upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á sala[hjá]gamar.is eða í síma 535-2500 

Nánar...

Mikið um kerti í desember

„Það gengur alveg ótrúlega vel að safna álinu í sprittkertunum,“ segir Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir ljósmóðir, en eins og kunnugt er var endurvinnsluátaki á álinu í sprittkertum hleypt af stokkunum í byrjun desember og stendur það yfir fram í lok janúar.
Frétt og mynd af MBL.is 9.1.2018 sjá nánar hér.

Nánar...

LYKLASKIPTI Í FUNA

Formleg lyklaskipti fóru fram í gærmorgun þegar starfsmenn Kubbs ehf. afhentu starfsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða völdin yfir sorpmóttökustöðinni Funa á Ísafirði. Eins og fram hefur komið þá hefur á grundvelli útboðs verið samið við Gámaþjónustu Vestfjarða um sorphirðu og –förgun í Ísafjarðarbæ næstu árin. Í tilkynningu kemur fram að Ísafjarðarbær væntir farsæls samstarfs við Gámaþjónustuna og einnig er Kubbi er þakkað fyrir þjónustuna í gegnum árin. Frétt og mynd af BB.is 4.1.2018 

Nánar...