background

Verk og vit 2018

Gámaþjónustan og Hafnarbakki-Flutningatækni verða á sýningunni Verk og vit á bás J40. Sýningin er í Laugardalshöll 8.- 11. mars

Nánar...

SAMIÐ VIÐ GÁMAÞJÓNUSTUNA.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Gámaþjónustuna hf. um endurgerð hluta Tangagötu milli Þvergötu og Austurvegar. Þrjú tilboð bárust í verkið. Gámaþjónustan bauð 42 milljónir kr., Kubbur ehf. 45,4 milljónir kr., Gröfuþjónusta Bjarna ehf. 45,8 milljónir kr. og Tígur ehf. bauð 49 milljónir kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 37,9 milljónir kr.

Hellulögn Tangagötu hófst fyrir fjórum árum og hefur útlit götunnar tekið stakkaskiptum.  Frétt og mynd af BB.is 6.3.2018 

Nánar...

Álbikararnir duga í ófár pönnukökupönnur

Góðar undirtektir voru við tilraunaátaki um söfnun áls í sprittkertum, sem stóð yfir í desember og janúarmánuði undir yfirskriftinni „Gefum jólaljósum lengra líf“.
Frétt og mynd af MBL.is 2.2.2018 sjá nánar hér.

Nánar...

Nýir aðilar taka við sorphirðu á Suðurnesjum – Stefnt að sorpflokkun fljótlega

Nýir aðilar hafa tekið við þjónustusamningum um sorphirðu á Suðurnesjum frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Gámaþjónustan tekur við sorphirðunni af Hópsnesi sem hefur séð um hana undanfarin ár og verður sorphirðan með óbreyttu fyrirkomulagi fram í ágúst í sumar.

Þá er undirbúningur í fullum gangi varðandi endurvinnslu heimilisúrgangs á Suðurnesjum og er gert ráð fyrir að tunnum undir endurvinnsluefni verði dreift til allra heimila á næstu misserum og sorpflokkun tekin upp. 

Nánar...